Félag um viðskiptasérleyfi

Formaður félagsins var kjörinn Gunnar Sch. Elfarsson, kaupmaður í Sand. Tilgangur þess er að miðla þekkingu um viðskiptasérleyfi, stuðla að því að vandað sé til starfsemi sem þau varðar og gæta hagsmuna félagsmanna, en talið er að á Íslandi séu a.m.k. 100 fyrirtæki í verslun og þjónustu sem hafa sérleyfi. Kostir viðskiptasérleyfisfyrirkomulagsins eru einkum fólgnir í minni áhættu við stofnun slíkra fyrirtækja en þegar stofnað er til rekstrar sem ekki hefur verið reyndur áður. Lög félagsins má nálgast á heimasíðu SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu.