Félag ráðgjafaverkfræðinga gengur til liðs við SI og SA

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Félags ráðgjafaverkfræðinga (FRV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, Júlíus Karlsson, formaður FRV og Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifuðu undir samningana sem taka gildi 1. apríl n.k.

Samtökin fagna þessum góða liðsauka en með breytingunni er lagður grunnur að enn sterkari samtökum. Fyrirtækin í FRV hafa snertiflöt við öll svið íslensks atvinnulífs og með aðild að SI og SA eykst enn frekar slagkraftur samtakanna.

Sjá nánar á vef SI