Farsælt komandi ár

Samtök atvinnulífsins óska landsmönnum farsældar á komandi ári. Framundan eru krefjandi verkefni sem kalla á fyrirhyggju og skynsemi svo við megum í sameiningu leysa þau og skapa okkur um leið velsæld á árinu 2016. Samtök atvinnulífsins munu á nýju ári áfram leggja metnað sinn í að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, fjölga störfum og bæta lífskjör allra landsmanna. Skrifstofa SA er opin til hádegis á gamlársdag og opnar aftur á nýju ári mánudaginn 4. janúar.