Færri sækja um – fleiri fá!

DJØF, félag danskra lögfræðinga og hagfræðinga, hefur gert könnun á því hvort konur og karlar í umræddum stéttum sækist í líkum mæli eftir stjórnunarstöðum. Könnunin var gerð meðal ungra opinberra starfsmanna. Niðurstöðurnar urðu þær að á tveggja ára tímabili hefðu 34% karlanna sótt um stjórnunarstöður, en einungis 20% kvenfólksins. Jafnframt kemur fram að af þeim sem á annað borð sóttu um stjórnunarstöður höfðu 55% kvenna árangur sem erfiði, en einungis 45% karla. Það er því hærra hlutfall karla en kvenna sem sækir um stjórnunarstöður, en hærra hlutfall kvenumsækjenda hefur erindi sem erfiði, samkvæmt könnuninni.

Þegar skoðaður er sá hópur sem ekki hafði sótt um stjórnunarstöður á tímabilinu (80%  kvenna og 66% karla) er algengasta ástæðan sú að viðkomandi hafi ekki áhuga á stjórnunarstöðum, en 42% kvenna svöruðu því til og 46% karla. Mesta muninn á kynjunum er hins vegar að finna í svarmöguleikanum "fjölskylduástæður", en 20% karla nefna hana á móti 30% kvenna.

Sjá nánar á heimasíðu dönsku samtakanna.