Fækkun starfandi um 1,9%

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fækkaði starfandi um 3.100 á fjórða ársfjórðungi 2002 frá sama tímabili 2001. Það jafngildir 1,9 % fækkun starfandi. Starfandi körlum fækkaði um 1.600 en konum fækkaði um 1.500 á fjórða ársfjórðungi 2002 miðað við sama ársfjórðung ári áður. Á árinu 2002 var fjöldi starfandi 165.000 samanborið við 166.000 á árinu 2001. Það jafngildir um 0,6% fækkun.


 

Þessir útreikningar eru byggðir á gögnum ríkisskattstjóra um staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi, auk þess sem hliðsjón er höfð af niðurstöðum vinnumarkaðsrannsókna Hagstofunnar. Á heimasíðu Hagstofunnar er birt ítarleg greinargerð um þær aðferðir sem liggja að baki útreikningunum.