Eykur samkeppni og val í opinberri þjónustu gæði og hagkvæmni?

Einn fremsti fræðimaður Breta á sviði heilbrigðis- og velferðarmála, Julian Le Grand prófessor við London School of Economics, flytur erindi á síðdegismálþingi Stofnunar stjórnsýslufræða og Félags forstöðumanna ríkisstofnana mánudaginn 11. febrúar. Auk fjölda trúnaðarstarfa fyrir bresku ríkisstjórnina er prófessor Le Grand einn helsti höfundur þeirra umbóta ríkisstjórnar Tony Blairs sem lúta að nútímavæðingu í opinberri þjónustu og var hann m.a. ráðgjafi forsætisráðherra við innleiðingu stefnu bresku stjórnarinnar um aukið valfrelsi notenda og samkeppni innan opinberrar þjónustu.

Á málþinginu verður rætt um nýjar leiðir í opinberri þjónustu; leiðir sem byggja á vali notenda og samkeppni milli þeirra sem veita þjónustuna. Málþingið verður tvískipt, fyrri hlutinn fjallar um almenn atriði, en sá síðari um heilbrigðisþjónustu. Þátttökugjald er kr. 3.000.

Málþingið fer fram í Háskólatorgsbyggingu H.Í., neðstu hæð stofu HT-102 og stendur frá 15-17.

Nánari upplýsingar um fundinn

Smellið hér til að skrá þátttöku

Nánari upplýsingar um Julian Le Grand