Evrópusamvinnan og lýðræðið – morgunfundur 15. nóvember

Morgunfundur Evrópufræðaseturs á Bifröst, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, ASÍ, BSRB og Samtök iðnaðarins verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík, miðvikudaginn 15. nóvember. Fundurinn verður í salnum Háteigi og stendur frá 8:15 - 10:00. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Sjá nánar á vef Háskólans á Bifröst.