Evrópusamtök atvinnulífsins fagna handboltalandsliðinu

Evrópusamtök atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, eru meðal þeirra sem fagna glæsilegum árangri landsliðs Íslands í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Peking. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru meðal 40 aðildarfélaga BUSINESSEUROPE í 34 löndum en íþróttamenn landanna rökuðu alls saman 93 gullverðlaunum, 113 silfurverðlaunum og 104 bronsverðlaunum. Árangurinn þykir stórglæsilegur og ljóst að fulltrúar Evrópusamtaka atvinnulífsins hafi skotið öðrum ref fyrir rass, en afburðafimir íþróttamenn Kína hlutu á leikunum 51 gullverðlaun, 21 silfurverðlaun og 28 bronsverðlaun. Samtökin óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn - þar með töldum leikmönnum og aðstandendum íslenska landsliðsins í handknattleik.

Vefur BUSINESSEUROPE