Evrópusamtök atvinnulífsins breyta um nafn

BUSINESSEUROPE er nýtt heiti á Evrópusamtökum atvinnulífsins sem áður flögguðu heitinu UNICE sem stóð fyrir Union of Industrial and Employers' Confederations of Europe. Nýtt heiti er öllu þjálla og er ætlað að draga fram þá staðreynd að það sé lífsnauðsynleg forsenda fyrir því að Evrópa dafni að þar séu stunduð öflug, kraftmikil og arðvænleg viðskipti. Nafn samtakanna er ritað með hástöfum í einu orði og er ætlað að vera vörumerki evrópsks atvinnulífs svo hróður þess megi berast sem víðast.

Nýtt nafn var tekið formlega í notkun þann 24. janúar og jafnframt var nýr vefur Evrópusamtaka atvinnulífsins opnaður við sama tækifæri. Hér að neðan má sjá nýtt heiti og lógó BUSINESSEUROPE ásamt slóð á nýjan vef samtakanna. Samtök atvinnulífsins ásamt Samtökum iðnaðarins eiga aðilda að BUSINESSEUROPE en alls eiga 39 hagsmunasamtök í 33 Evrópuríkjum aðild að samtökunum.

BUSINESSEUROPE

www.businesseurope.eu