Evrópumálin á aðalfundi SA 7. maí
"Atvinnulífið og Evrópumálin" er yfirskrift síðari hluta opinnar dagskrár aðalfundar Samtaka atvinnulífsins þann 7. maí nk. Þar mun fulltrúi NHO, norsku samtaka atvinnulífsins, kynna Evrópustefnu samtakanna og í kjölfarið fara fram álitsgjöf og umræður undir stjórn Stefáns Ólafssonar prófessors. Þátttakendur í umræðunum verða:
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands
Hörður Arnarson, forstjóri Marel
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings
Þórður Friðjónsson, forstjóri Verðbréfaþings Íslands og
formaður hnattvæðingarnefndar