Evrópskur vinnumarkaður að braggast

Niðurstöður nýrrar efnahagsspár evrópusamtaka atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, benda til þess að efnahagslíf í Evrópu muni halda áfram að styrkjast á árinu en verði í jafnvægi árið 2008. Jákvæð teikn eru á lofti á evrópskum vinnumarkaði. Áætlað er að rúmlega 8 milljón ný störf verði til á þremur árum og að hlutfall vinnandi fólks í álfunni fari hækkandi. Evrópusamtökin segja þó vonbrigði að ekki hafi tekist að auka framleiðni sem skyldi og þörf sé á frekari umbótum. Hagvöxtur á evrusvæðinu er til að mynda aðeins áætlaður 2% á árinu 2008 og 2,4% í ESB. Búist er við að verðbólga fari lækkandi og verði um 2% árið 2008 og atvinnuleysi er áætlað um 7%. Samtökin gefa spá sína út tvisvar á ári. Sjá nánar á vef BUSINESSEUROPE