Efnahagsmál - 

20. september 2011

Evran staðið fyrir sínu og verður ekki kennt um kreppuna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Evran staðið fyrir sínu og verður ekki kennt um kreppuna

Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, ræddi um evruna og þær áskoranir sem Evrópa stendur frammi fyrir á opnum fundi SA og SI föstudaginn 16. september. De Buck sagði Evrópu vissulega standa á krossgötum en evran sem notuð er í 17 löndum hafi reynst vel til þessa og sköpun hennar hafi í raun verið pólitískt kraftaverk. Gjaldmiðillinn hafi hamlað verðbólgu og aukið hagvöxt með því að auðvelda verslun milli landa ásamt því að auka samkeppni og framleiðni.

Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, ræddi um evruna og þær áskoranir sem Evrópa stendur frammi fyrir á opnum fundi SA og SI föstudaginn 16. september. De Buck sagði Evrópu vissulega standa á krossgötum en evran sem notuð er í 17 löndum hafi reynst vel til þessa og sköpun hennar hafi í raun verið pólitískt kraftaverk. Gjaldmiðillinn hafi hamlað verðbólgu og aukið hagvöxt með því að auðvelda verslun milli landa ásamt því að auka samkeppni og framleiðni.

Philippe de BuckDe Buck sagði BUSINESSEUROPE vera fylgjandi evrunni en vanda þyrfti vel þær leiðir sem farnar verði út úr kreppunni í Evrópu. "Evran er ekki uppspretta kreppunnar," sagði de Buck "heldur óhófleg lántaka einstakra ríkja. Vandamál Grikkja, Íra og Portúgala hafa ekkert með evruna að gera heldur er vandi þeirra heimatilbúinn."

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE sagði nauðsynlegt að minnka skuldir ríkja í Evrópu, en það þyrfti að vanda vel til verka. Skera þurfi niður óþörf útgjöld á sama tíma og standa verði vörð um arðbæra fjárfestingu í innviðum sem aukið geti samkeppnishæfni ríkjanna til lengri tíma og aukið hagvöxt. Philippe de Buck segir það enga lausn að hækka eingöngu skatta til að mæta tímabundnum auknum útgjöldum.

Sjá nánar:

Ræða Philippe de Buck á fundi SA og SI 16. september 2011

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór. Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.

Samtök atvinnulífsins