Efnahagsmál - 

09. janúar 2002

Evran kallar á samkeppnishæfari starfsskilyrði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Evran kallar á samkeppnishæfari starfsskilyrði

Tilkoma evrunnar hefur í för með sér aukna samkeppni og skapar heimsins stærsta heimamarkað fyrir fyrirtæki innan evrusvæðisins. Þetta veitir fyrirtækjum á evrusvæðinu ákveðið samkeppnisforskot. Til þess að Noregur geti keppt við þessi ríki sem fjárfestingarkostur verða starfsskilyrði atvinnulífsins því helst að vera betri en þar. Þetta kom fram í erindi Jans Petersen, nýskipaðs utanríkisráðherra Noregs, í erindi hans á aðalfundi NHO, norsku samtaka atvinnulífsins.

Tilkoma evrunnar hefur í för með sér aukna samkeppni og skapar heimsins stærsta heimamarkað fyrir fyrirtæki innan evrusvæðisins. Þetta veitir fyrirtækjum á evrusvæðinu ákveðið samkeppnisforskot. Til þess að Noregur geti keppt við þessi ríki sem fjárfestingarkostur verða starfsskilyrði atvinnulífsins því helst að vera betri en þar. Þetta kom fram í erindi Jans Petersen, nýskipaðs utanríkisráðherra Noregs, í erindi hans á aðalfundi NHO, norsku samtaka atvinnulífsins.

Í erindi sínu boðaði Petersen m.a. miklar skattalækkanir og átak til eflingar menntun og rannsóknum. Þar leggur hann m.a. áherslu á mikilvægi þess að menntastofnunum verði umbunað fyrir árangur og þær fái þannig aukna hvata til að gera betur.

Sjá erindi Petersens á heimasíðu NHO.

Samtök atvinnulífsins