Eru sveigjanleg starfslok valkostur?

Ráðstefna um sveigjanleg starfslok verður haldin í Salnum Kópavogi, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13:15-16:20. Öldrunarráð Íslands stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og fleiri. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Eru sveigjanleg starfslok valkostur?  Fjölbreytt erindi verða flutt á ráðstefnunni en hún er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Sjá nánar dagskrá ráðstefnunnar, (PDF-skjal).