Eru hugsjónir stjórnmálamanna hafin yfir lög?

Umhverfisráðherra getur sem alþingismaður unnið skoðunum sínum brautargengi á Alþingi með lagabreytingum eða þingsályktunartillögum, en ráðherra er ekki heimilt frekar en öðrum að brjóta lög í þágu skoðana sinna. "Eða eru hugsjónir og viðhorf stjórnmáalmanna hafin yfir lög og æðsta dómstól  þjóðarinnar, Hæstarétt?" Þetta segir Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, m.a. í grein í Morgunblaðinu um stjórnsýslu umhverfisráðherra.

Grein Helga birtist í Morgunblaðinu 16. febrúar en hann segir m.a. að Svandís Svavarsdóttir hafi ítrekað komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu með ólögmætum tafaleikjum til að hindra  nýtingu orkuauðlinda og uppbyggingu iðnaðar á Íslandi.

Helgi undirstrikar að umhverfisráðherra er embættismaður sem beri að virða lög landsins, óháð stjórnmálaskoðunum sínum.

Greinina má lesa í heild á vef SI