Eru gjaldeyrishöftin komin til að vera?

Í ljósi lagasetningar Alþingis um hert gjaldeyrishöft hefur Félag viðskipta- og hagfræðinga kallað til fjóra sérfræðinga til að ræða það hvort gjaldeyrishöftin séu komin til að vera?  Umræðan fer fram á hádegisverðarfundi samtakanna á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 22. mars  kl. 12.00-13.30. Þátt taka Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, Davíð Stefánsson, sérfræðingur hjá greiningu Arion banka, Helgi Hjörvar, formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Fundarstjóri: Arna Schram, forstöðumaður almannatengsla Kópavogsbæjar

Verð: kr. 3.500 fyrir félagsmenn FVH og kr. 5.500 fyrir aðra.

Fundurinn er öllum opinn. Hádegisverður er innifalinn í verði.

SKRÁNING Á VEF FVH