Erlent starfsfólk ein meginforsenda hagvaxtar

Í ljósi mikillar opinberrar umræðu um erlent starfsfólk á Íslandi þá telja Samtök atvinnulífsins rétt að benda á mikilvægi þess fyrir íslenskan vinnumarkað og íslenskt þjóðfélag. Samkvæmt mannfjöldaspá SA sem birt var í vor mun Íslendingum fjölga í um 400 þúsund árið 2050. Íslendingum á vinnumarkaði mun hins vegar fjölga tiltölulega hægt á komandi árum og mun fjölgunin stöðvast eftir u.þ.b. tvo áratugi. Því verður vinnuframlag erlends starfsfólks ein meginforsenda hagvaxtar.

Mannfjöldaspáin var birt í ritinu Ísland 2050, en þar er m.a.bent á að til að bregðast við þessari þróun verði sífellt mikilvægara að stuðla að aukinni skilvirkni og framleiðni. Hægur vöxtur vinnuafls kalli ekki aðeins á lengri starfsævi, heldur þurfi einnig að fá yngra fólk fyrr inn á vinnumarkaðinn. Aukin samþjöppun náms í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gæti stuðlað að því.

Sjá nánar: Ísland 2050 (PDF)