Erlendir sérfræðingar á Íslandi - morgunverðarfundur

Fjárfestingarstofan og Útflutningsráð halda morgunverðarfund um málefni erlendra sérfræðinga á Íslandi þriðjudaginn 4. september á Grand Hótel kl. 08:15-10:00. Yfirskrift fundarins er Erlendir sérfræðingar á Íslandi: viðhorf, þörf og tækifæri. Alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs og fjárfestingar erlendra fyrirtækja á Íslandi hafa aukið eftirspurn og þörf fyrir erlent starfsfólk með sérfræðiþekkingu. Hvaða þýðingu hefur þessi þróun fyrir íslenskt atvinnulíf? Hvernig gengur að fá þetta fólk til starfa og hvernig móttökur fær það hér á landi? Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar um viðhorf sérfræðinga af erlendum uppruna, til búsetu og starfa á Íslandi. Nánari upplýsingar og skráning á vef Útflutningsráðs