Er hægt að sætta sjónarmið um nýtingu og verndun?

Samtök iðnaðarins efna til morgunfundar um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda á Hótel Nordica fimmtudaginn 5. október frá kl. 8:00 til 10:00. Þar verður m.a. rætt um stefnu stjórnvalda og hvort hægt sé að sætta sjónarmið um nýtingu og verndun. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Andri Snær Magnason rithöfundur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur fjalla um þetta viðkvæma deilumál. Fundarstjóri verður formaður Samtaka iðnaðarins, Helgi Magnússon. Að loknum inngangserindum munu ræðumenn sitja á rökstólum undir stjórn Svanhildar Hólm Valsdóttur og skiptast á skoðunum um þessi efni. Fundurinn er öllum opinn. Sjá nánar á vef SI.