Er hægt að losa gjaldeyrishöftin?

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 6. september 2011, kl. 12:00-13:30. Umræðuefni fundarins eru gjaldeyrishöftin og leitast verður eftir að svara spurningunni - er hægt að losa þau?

Í umfjöllun á vef FVH segir m.a. um fundinn:

"Í kjölfar hrunsins var ákveðið að setja á gjaldeyrishöft til að vernda íslenska gjaldmiðilinn. Stjórnvöld hafa sett fram fimm ára áætlun sem miðar að því að losa þessi höft. Gjaldeyrishöftin hafa verið umdeild og halda margir því fram að þau séu beinlínis skaðleg fyrir íslenskt efnahagslíf. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vill efla umræðu um hvort íslenska krónan þurfi stuðning gjaldeyrishafta í því efnahagsástandi sem nú ríkir og hvort ráðlegt sé að aflétta þeim fyrr en stjórnvöld stefna að."

Ræðumenn fundarins verða: Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Páll Harðarson forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi og Skúli Mogensen fjárfestir.

Skráning og nánari upplýsingar um fundinn á vef FVH