Enn miklar launahækkanir í opinbera geiranum


Laun opinberra starfsmanna hækkuðu að meðaltali um 14,1% á 1. ársfjórðungi þessa árs m.v. sama tíma í fyrra. Á almennum markaði hækkuðu laun á sama tíma um 6,4%.  Í heild hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 9,5%. Hækkun opinberra starfsmanna var einnig mun meiri milli síðustu ársfjórðunga. Frá 4. ársfj. 2001 til 1. ársfj. 2002 hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 4,5% en um 3,7% á almennum markaði.

(smellið á myndina)