Enn meiri launahækkanir í opinbera geiranum

Laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkuðu að meðaltali um 7,3% á 4. ársfjórðungi 2002 miðað við sama tíma árið 2001. Á almennum markaði hækkuðu laun á sama tíma um 4,6%.  Í heild hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 5,8%. Hækkun opinberra starfsmanna var einnig mun meiri milli síðustu ársfjórðunga. Frá 3. til 4. ársfjórðungs 2002 hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 1,1% en um 0,4% á almennum markaði.

Hækkun kaupmáttar
Verðlag hækkaði um 2,1% á þessu tímabili og í ljósi mikilla launahækkana umfram verðbólgu jókst kaupmáttur launa verulega. Í heild jókst kaupmáttur launa um 3,6%, þar af um 5,1% hjá opinberum starfsmönnum en um 2,5% á almennum markaði.

Smellið á myndina