Engir gervimenn eigendur að fyrirtækjum sem eiga aðild að SA

Í hinni vönduðu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er tafla í viðauka í níunda hefti sem ber heitið: Eignarhlutir Gervimanns í útlöndum, þar sem hann átti að minnsta kosti 10% eignarhlut eitthvert áranna 2006, 2007 og 2008. Taflan byggist á tiltekinni frumskrá embættis ríkisskattstjóra þar sem erlendum eigendum fyrirtækja á Íslandi er úthlutað gervikennitölum þar sem þeir hafa ekki íslenskar kennitölur.

Í töflunni eru talin upp heiti 410 fyrirtækja sem í mörgum tilvikum eru að hluta eða öllu leyti í eigu þekktra erlendra fyrirtækja og því vekur nokkra undrun að nefndin skuli birta þennan lista athugasemdalaust því vera á honum gæti skapað tortryggni í garð þessara fyrirtækja.

Af þessum 410 fyrirtækjum eru 29 félagsmenn í Samtökum atvinnulífsins. Í engu tilviki ríkir leynd yfir eignarhaldi þeirra og mörg gera grein fyrir eignarhaldi á heimasíðum. Í tveimur tilvikum er um villur að ræða þar sem eignarhaldið var alfarið í höndum Íslendinga á þessum tíma.

Neðangreind fyrirtæki hefðu alls ekki átt að hafna á lista sem þessum þar sem eignarhald þeirra er alls ekki á huldu.

SMELLIÐ Á MYNDINA TIL AÐ STÆKKA:

Smelltu til að stækka