Emma Marcegaglia nýr forseti BUSINESSEUROPE

Emma Marcegaglia, fyrrverandi formaður ítölsku atvinnulífssamtakanna Confindustria, tekur við sem forseti BUSINESSEUROPE, evrópusamtaka atvinnulífsins, þann 1. júlí nk. SA og SI eiga aðild að BUSINESSEUROPE ásamt leiðandi atvinnuvegasamtökum í 35 löndum. Tilkynnt var um kjör hennar í dag og tekur hún við af af Jürgen Thumann frá Þýskalandi sem hefur verið forseti BUSINESSEUROPE í tæp fjögur ár.

Emma Marcegaglia Árið 2008 var Emma Marcegaglia fyrsta konan í sögu Confindustria til að vera kjörin formaður samtakanna. Hún hefur ítrekað verið valin ein mesta áhrifakonan í evrópsku athafnalífi á undanförnum árum.

Emma Marcegaglia er forstjóri stálframleiðandans Marcegaglia S.p.A. á Ítalíu en gegndi áður starfi framkvæmdastjóra í dótturfélögum samstæðunar, meðal annars í ferðaþjónustu og fasteignageiranum. 

Jafnframt hefur hún gegnt stjórnarsetu í fjölmörgum fyrirtækjum á Ítalíu á undanförnum árum svo sem í Banco Popolare, Indesit og Finecobank. Hún nam viðskiptafræði við Bocconi háskólann í Mílanó og hefur MBA gráðu frá New York University.

Tengt efni:

Vefur BUSINESSEUROPE