Einkarekin heilsugæsla hagkvæmari og veitir betri þjónustu

Rekstur Heilsugæslunnar í Salahverfi, sem er einkarekin heilsugæslustöð, er hagkvæmari heldur en opinber rekstur Heilsugæslu höfuðborgarinnar sem rekur 15 heilsugæslustöðvar undir einum hatti á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram hjá heilbrigðisráðherra á Alþingi í apríl en fjallað er um málið í nýju riti SA Heilbrigður einkarekstur. Þar kemur einnig fram að samkvæmt nýlegri könnun á þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur Heilsugæslan í Salahverfi áberandi best út.

Heilbrigðisráðuneytið bauð á sínum tíma byggingu og rekstur stöðvarinnar út en hún opnaði í janúar 2004. Markmið ráðuneytisins með útboðinu var að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni í heilsugæslunni. Rætt er við Stefán Þórarinsson, stjórnarformann Nýsis, í ritinu Heilbrigður einkarekstur, m.a. um reynsluna af rekstri Heilsugæslunnar í Salahverfi.

Sjá rit SA: Heilbrigður einkarekstur (PDF-skjal).