Einfaldara Ísland - ráðstefna þriðjudaginn 6. júní

Forsætisráðuneytið og starfshópur um einfaldara Ísland boða til ráðstefnu þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 13-17 á Grand Hótel Reykjavík. Erlendir fyrirlesarar munu kynna aðgerðir í ýmsum löndum og á alþjóðavettvangi til að einfalda og bæta hið opinbera regluverk einkum eins og það snýr að atvinnulífinu. Þá flytja m.a. erindi Pétur Reimarsson frá SA og Gestur Guðjónsson frá Olíudreifingu. Starfshópurinn mun í framhaldi skila forsætisráðherra tillögum um útfærslu á samstarfsverkefni stjórnvalda og atvinnulífs sem miðar að bættum löggjafarháttum og einfaldara regluumhverfi. Sjá nánar á vef forsætisráðuneytisins.