Draumur í dós

Hin árlega hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, Snilldarlausnir Marel, stendur nú yfir en þetta árið er skorað á framhaldsskólanema að búa til sem mest virði úr dós sem þátttakendur mega túlka hvernig sem þeir vilja. Hvort sem það er niðursuðudós, kókdós, skyrdós, rafmangsdós eða eitthvað allt annað. Nota má fleiri en eina dós og eins marga aðra hluti til stuðnings og hver og einn vill. Þó verður dósin að vera í aðalhlutverki og það er hið aukna virði hennar sem telur.

Samtök atvinnulífsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið eru stuðningsaðilar keppninnar, Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur er umsjónaraðili keppninnar en Marel er aðalbakhjarl Snilldarlausna.

Þátttakendur hafa frest til 17. október til að gera sem mest virði úr dósinni, taka upp á myndband og skila inn.

Verðlaun eru eftirfarandi:

Snilldarlausnin 2011: 100.000 kr.
Flottasta myndbandið: 50.000 kr.
Frumlegasta hugmyndin: 50.000 kr.

Fyrirmynd keppninnar er fengin frá Stanford háskólanum í Bandaríkjunum en hún gengur út á að þátttakendur eiga að skapa sem mest virði úr einföldum hlut.  Á síðasta ári var viðfang Snilldarlausna pappakassi og árið þar á undan var herðatré hluturinn sem framhaldsskólanemendur unnu með. Fjöldamargar tillögur bárust í hvort skipti og má sjá sýnishorn á heimasíðu keppninnar www.snilldarlausnir.is

Tengt efni - horfðu:

Snilldarlausnir á 2 mínútum