Dönsk fjármálafyrirtæki gera kjarasamning til tveggja ára með 2% hækkun

Í dag, 8. febrúar, undirrituðu samtök fjármálafyrirtækja í Danmörku og stéttarfélag starfsmanna þeirra, kjarasamning sem gildir í tvö ár frá 1. apríl 2012. Laun hækka almennt um 1% þann 1. júlí 2012 og aftur um 1% þann 1. júlí 2013.

Einnig var samið um að setja á stofn nefnd aðila sem á að gera tillögu að nýju, gegnsæju launakerfi þar sem einstaklingsbundin laun endurspegli ábyrgð, hæfni og inntak starfs.

Þá var samið um sveigjanlegri vinnutíma. Einnig að unnt væri að lengja ársvinnutíma í 1.924 stundir gegn 2,8% launahækkun.