Dagur samkeppnishæfni 20. október í Brussel (2)

Fimmtudaginn 20. október munu UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, standa fyrir degi samkeppnishæfni í Brussel. Meðal þátttakenda í dagskránni má nefna stjórnendur og stjórnarmenn frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Siemens, Fiat og Tesco, forseta framkvæmdastjórnar ESB, forseta Evrópuþingsins o.fl. Fyrirtækjastjórnendur alls staðar að úr Evrópu eru hvattir til að mæta.