Dagur samkeppnishæfni 20. október í Brussel

Fimmtudaginn 20. október munu UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, í þriðja sinn standa fyrir degi samkeppnishæfni í Brussel. Yfirskriftin að þessu sinni er "Crossing Frontiers" og vísar hún til alþjóðlegs samkeppnisumhverfis fyrirtækja og mikilvægis þess að fólk og fyrirtæki séu reiðubúin að takast á við breytingar. Tilgangur UNICE með degi samkeppnishæfni er að koma mikilvægi hennar tryggilega á dagskrá evrópskra stjórnmála.

Meðal þátttakenda í dagskránni má nefna stjórnendur, stjórnarformenn og stjórnarmenn frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Siemens, Fiat og Tesco, forseta framkvæmda-stjórnar ESB, forseta Evrópuþingsins o.fl. Dagskráin fer fram í þingsal Evrópuþingsins og fyrirtækjastjórnendur alls staðar að úr Evrópu eru hvattir til að mæta.

Sjá nánar á vef UNICE (hnappurinn Crossing Frontiers).