Dagskrá aðalfundar SA á Nordica 3. maí

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica þriðjudaginn 3. maí. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 14:00, en opin dagskrá kl. 15:00 undir yfirskriftinni Áfram í úrvalsdeild?

Áfram í úrvalsdeild?

Fjallað verður um árangur atvinnulífsins, árangur stjórnvalda og framtíðarsýn atvinnulífsins, meðal annars á grundvelli nýrra Áherslna atvinnulífsins sem drög eru lögð að í tíu málefnahópum samtakanna. Sýnd verða stutt myndskeið um umræðuefnin í fréttaskýringastíl þar sem rætt verður við fjölda athafnafólks.

Fríður flokkur

Að loknum ræðum nýkjörins formanns SA og ræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra taka við umræður um áherslur atvinnulífsins og framtíðarsýnina undir stjórn Páls Magnús-sonar fréttastjóra Stöðvar 2. Þátttakendur í umræðunum verða þau Ármann Þorvaldsson framkvæmdastjóri fyrir-tækjaráðgjafar KB banka, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group, Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hf., Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri FL Group og Svafa Grönfeldt fram-kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis Group.

Sjá dagskrá aðalfundar SA á Hótel Nordica 3. maí.