Brothætt efnahagslíf innan fjármagnshafta

Í nýrri hagspá efnahagssviðs SA sem kynnt verður á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 9. apríl kl. 8.30-10 kemur fram að staða efnahagslífsins innan fjármagnshafta er brothætt. Raunveruleg hætta er á eignaverðbólgu, að hagkerfið ofhitni og að gjaldeyrisafgangur þjóðarbúsins verði enginn. Tækifærið til losunar hafta getur því verið fljótt að hverfa.

Blikur eru einnig á lofti innan ferðaþjónustunnar, skatttekjur á hvern ferðamann drógust saman um 11% að raunvirði á árunum 2008-2012 á sama tíma og greiðslukortanotkun á hvern erlendan ferðamann jókst um 30%. Þessi þróun er að mati efnahagssviðs SA mikið áhyggjuefni og vísbending um umfang svartrar starfsemi í ferðaþjónustu.

DAGSKRÁ

Horfur til 2016: Jafnvægi innan hafta?
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður, efnahagssviðs SA.

Ferðaþjónustan: Framleiðni og lífskjör
Sigríður Mogensen, hagfræðingur á efnahagssviði SA

Hvað þarf til að skapa arðbærari ferðaþjónustu?
Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor.

Fundarstjóri er Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.

Efnahagshorfur til 2016