Breytt útlit á sa.is

Vefur Samtaka atvinnulífsins hefur tekið nokkrum breytingum. Einkum er um að ræða útlitsbreytingar þótt byggt sé á gömlum grunni. Notendur vefsins eiga því ekki að verða í vandræðum með að finna sínar síður og þá eiga allir hlekkir (linkar) af eldri vefnum að haldast. Auk útlitsbreytinga má nefna möguleikana á að stækka og minnka letur (valstika ofarlega til vinstri) og innan tíðar verður jafnframt hægt að nálgast eldri fréttir eftir málefnaflokkum.