Efnahagsmál - 

12. Mars 2012

Breytingar stjórnmálamanna á rammaáætlun um virkjanir frestar uppbyggingu í atvinnulífinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Breytingar stjórnmálamanna á rammaáætlun um virkjanir frestar uppbyggingu í atvinnulífinu

Ef hugmyndir stjórnarflokkanna ná fram að ganga um að breyta niðurstöðu verkefnisstjórnar að rammáætlun um virkjanir, sem byggir á ríflega 10 ára vinnu og sátt fjölda aðila, mun það hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið og umhverfið. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar segir að hugmyndir um að fresta virkjun neðri hluta Þjórsár og fleiri virkjunum fái hörð viðbrögð frá forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar.

Ef hugmyndir stjórnarflokkanna ná fram að ganga um að breyta niðurstöðu verkefnisstjórnar að rammáætlun um virkjanir, sem byggir á ríflega 10 ára vinnu og sátt fjölda aðila, mun það hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið og umhverfið. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar segir að hugmyndir um að fresta virkjun neðri hluta Þjórsár og fleiri virkjunum fái hörð viðbrögð frá forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar.

"Þessar hugmyndir lýsa í hnotskurn í hvaða ógöngum þessi mál eru, þau eru í gíslingu virkjanaandstæðinga sem virðast bera niður alls staðar þar sem á að virkja," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA í samtali við blaðið.  Vilhjálmur segir að fjárfesting í atvinnulífinu sem byggist á þessum virkjunum hljóti að dragast. Annaðhvort þurfi að undirbúa nýjar virkjanir eða bíða eftir þeim fyrri. Telur hann að það muni hafa áhrif mörg ár fram í tímann ef ákveðið verður að slá þessum virkjunum á frest. "Trúverðugleiki þeirra stjórnarliða sem tala um atvinnuuppbyggingu á grundvelli orkunýtingar er að engu orðinn."

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur stjórnarflokkana á villigötum í þessu máli. "Ég spái því að þetta verði skammlífasta ályktun Alþingis, ef hún nær fram að ganga verður það bara til að binda þessa flokka þann tíma sem eftir er," segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í dag.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu 12. mars 2012.

Samtök atvinnulífsins