Breytingar á skrifstofu SA

Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur látið af störfum hjá SA eftir áratuga starf hjá SA og VSÍ, annars forvera Samtaka atvinnulífsins. Um leið og SA þakka Kristínu einstakt starf í þágu atvinnulífsins bjóða samtökin nýja starfsmenn velkomna til leiks.

Halldóra Bjarkadóttir, hefur verið ráðin fjármálastjóri á skrifstofu SA og hóf hún störf hjá SA í nóvember 2012. Halldóra er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en hún starfaði áður hjá Hilton Reykjavík Nordica.

Þá hóf Hjörleifur Þórðarson ráðgjafi störf á skrifstofu SA um áramót, en hann er ráðinn til næstu sex mánaða. Hjörleifur er tengiliður SA við Liðsstyrk, átak atvinnulífsins, stéttarfélaga, sveitarfélaga og ríkis, til að skapa ný störf fyrir fólk sem hefur verið lengi án vinnu. Hjörleifur útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2012 með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.