Breytinga þörf í skattkerfinu

Í ræðu sinni á Skattadegi Deloitte, SA, Viðskiptaráðs og Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, sagði Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, að breytinga væri þörf í íslensku skattkerfi. Íslensk stjórnvöld hefðu sýnt framsýni með því að stuðla að bættu skattaumhverfi á Íslandi en gera þyrfti betur. Svo virtist sem samkvæmni skorti milli stefnumörkunar stjórnvalda og eftirfylgni þeirra stofnana sem færu með framkvæmd skattamála. Hömlur væru á fjárfestingu og arðgreiðslum milli landa og Ísland hefði setið eftir við gerð tvísköttunarsamninga. Sjá nánar ræðu Ingimundar (PDF).