Bjartsýn þjóð á leið í ESB?

Meirihluti íslensku þjóðarinnar telur að lífskjör á Íslandi árið 2050 verði líkt og nú meðal þeirra bestu í heimi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir SA. Bjartsýni þjóðarinnar hefur aukist frá því í apríl árið 1993 en þá töldu 43% þjóðarinnar hættu á þjóðargjaldþroti samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs. Hin bjartsýna íslenska þjóð telur jafnframt að Ísland sé á leið í ESB, en 75,5% þjóðarinnar telja að Ísland verði gengið í Evrópusambandið árið 2050. Tæp 3% telja að sambandið verði ekki til. Rúm 72% áhrifavalda í íslensku samfélagi telja að Ísland verði orðið aðili að ESB árið 2050 en 6,5% áhrifavalda telja að sambandið verði liðið undir lok árið 2050.

Aðalfundur 2007 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

Helstu niðurstöður Capacent Gallup fyrir SA (PDF-skjal)

Kynning Guðbjargar Andreu Jónsdóttir, frá aðalfundi SA (PPT-skjal)