Fréttir - 

23. Apríl 2018

Biðlistinn á biðlistana

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Biðlistinn á biðlistana

Langur biðlisti er eftir að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum. Á biðlista eftir hnjáliðum voru 709 í febrúar síðastliðnum en alls voru 777 aðgerðir á árinu 2017 og biðin því um 11 mánuðir. Eftir mjaðmaliðum biðu 385 en aðgerðir voru 802 á síðasta ári og biðin því tæplega hálft ár. Til viðbótar þessum biðtíma getur tekið 6-8 mánuði að komast á biðlista.

Langur biðlisti er eftir að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum. Á biðlista eftir hnjáliðum voru 709 í febrúar síðastliðnum en alls voru 777 aðgerðir á árinu 2017 og biðin því um 11 mánuðir. Eftir mjaðmaliðum biðu 385 en aðgerðir voru 802 á síðasta ári og biðin því tæplega hálft ár. Til viðbótar þessum biðtíma getur tekið 6-8 mánuði að komast á biðlista.

Sjúkratryggingar Íslands samþykkja fljótt og örugglega að greiða þriggja milljóna króna kostnað við slíkar aðgerðir í Svíþjóð. En íslenskir stjórnmálamenn neita stofnuninni um að greiða fyrir aðgerðir sem þessar hjá einkafyrirtæki á Íslandi, jafnvel þótt kostnaður sé þriðjungur af Svíþjóðarför.

Það er hryggilegt að fylgjast með því að málefnalegar og uppbyggilegar tillögur forsvarsmanna Sjúkratrygginga og Ríkisendurskoðunar um úrbætur í mikilvægasta og fjárfrekasta málaflokki hins opinbera, vekja enga umræðu eða viðbrögð á opinberum vettvangi. Hvað þarf til?

Steingrímur Ari Arason, forstjóri , hefur með greinaskrifum á síðustu vikum bent á að þrír heilbrigðisráðherrar hafi hafnað samningum um lækkun kostnaðar í heilbrigðisþjónustu. Hann seSjúkratryggingagir réttilega að þar fari saman skammsýni og sóun.

Steingrímur bendir á mikilvægi þess að fara að ábendingum Ríkisendurskoðunar um að efla þurfi Sjúkratryggingarnar, styrkja innviði stofnunarinnar, auka gæðakröfur í samningum og efla markviss kaup á heilbrigðisþjónustu.

Það er hryggilegt að fylgjast með því að málefnalegar og uppbyggilegar tillögur forsvarsmanna Sjúkratrygginga og Ríkisendurskoðunar um úrbætur í mikilvægasta og fjárfrekasta málaflokki hins opinbera, vekja enga umræðu eða viðbrögð á opinberum vettvangi. Hvað þarf til?

Ekki nægir að hækka bara framlag ríkisins til heilbrigðisstofnana. Sú hít tekur endalaust við. Víða í heilbrigðiskerfinu er fjármunum sóað því bæta má skipulag, nýta kosti samkeppni, styrkja einkarekstur á þessu sviði og tryggja að fé fylgi sjúklingum fremur en stofnunum.

Verði ekki ráðist í að skipulagsbreytingar og ákveðna uppstokkun á heilbrigðiskerfinu munum bæði  biðlistar lengjast og biðlistar eftir að komast á biðlistana. Oftrú á opinberan rekstur og vantrú á fjölbreytt rekstrarform á heilbrigðissviði bitnar dag hvern harkalega á því fólki sem bíður og þjáist á hinum fjölmörgu og sístækkandi biðlistum heilbrigðiskerfisins.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. apríl 2018

Samtök atvinnulífsins