Betri heimur - upptaka

Fundaröðin Atvinnulíf og umhverfi er í fullum gangi í Húsi atvinnulífsins. Í morgun var fjallað um plast og nýsköpun í endurvinnslu. Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling kom í heimsókn og sagði okkur allt um málið!

,,Endurvinnsla er fjárfesting til framtíðar. Við eigum að minnka notkun á plasti og endurvinna það. Tryggja að plast verði aftur plast. Það verður að setja hvata inn í kerfið sem hvetja til endurvinnslu á Íslandi! Atvinnulífið er að vakna. Jákvæðni og þátttaka í verkefni eins og Þjóðþrifum er gott dæmi um það," segir Áslaug Hulda hjá Pure North Recycling. 

Bein útsending var frá fundinum í Sjónvarpi atvinnulífsins hér á www.sa.is og á Facebook-síðu samtakanna. Upptaka er aðgengileg hér að neðan.

Boðið verður upp á fjölmarga snarpa fundi til næsta vors þar sem sagðar verða hvetjandi sögur af umhverfismálum fjölbreyttra fyrirtækja. Betri heimur byrjar heima er yfirskrift fundaraðarinnar 2019-2020. Næsti fundur verður fimmtudaginn 19. mars kl. 8.30-9.00. 

Erindi Áslaugar Huldu er einnig að finna á Facebook-síðu Samtaka atvinnulífsins.