Bein útsending frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2019

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019 er í dag, miðvikudaginn 9. október. Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Hægt er að horfa á fyrri hluta dagsins í beinni útsendingu hér að neðan frá kl. 8.30-10. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir m.a. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019, fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað.