Bein útsending frá 90 mínútum í Hörpu

Samtök atvinnulífsins efna til opins umræðufundar í Hörpu í fyrramálið, fimmtudaginn 18. apríl kl. 8.30-10 þar sem formenn Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins sitja fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkarnir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum. Mikill áhugi er á fundinum og ljóst að fjölmennt verður í Silfurbergi þar sem fundurinn fer fram. Enn er hægt að bætast í hópinn með því að skrá þátttöku á vef SA en umræðurnar verða einnig sendar út í beinni útsendingu á vef SA. Tengill á útsendinguna verður aðgengilegur á forsíðu vefs SA.

Boðið verður upp á kraftmikið kaffi og morgunhressingu frá kl. 8 en 90 mínútna umræður um sýn stjórnmálanna á atvinnulífið hefjast stundvíslega kl. 8.30 og verður lokið kl. 10.

Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svara lykilspurningum um stöðugleika, skatta, fjárfestingar og peningastefnu.

Björgólfur Jóhannsson, formaður SA setur fundinn og umræðum stýrir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fundurinn fer fram í Silfurbergi og er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG


Dagskrá fundarins (PDF)


Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins og eru í ýmiss konar rekstri. Innan SA er að finna jafnt einyrkja sem stærstu fyrirtæki landsins. Hjá félagsmönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi - meira en 50.000 manns. Innan SA eru sjö  aðildarfélög sem starfa á grundvelli atvinnugreina.