Bein útsending frá 90 mínútum hefst kl. 8.30

Samtök atvinnulífsins efna til opins umræðufundar í Hörpu í dag, fimmtudaginn 18. apríl kl. 8.30-10 þar sem formenn Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins sitja fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkarnir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum. Mikill áhugi er á fundinum en umræðurnar verða sendar út í beinni útsendingu á vef SA. Tengill á útsendinguna er á forsíðunni hér að neðan.