Bein erlend fjárfesting (1)

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunfundar um beina erlenda fjárfestingu í dag, fimmtudaginn 16. janúar kl. 8.30-10 á Hótel Reykjavík Natura. Fjallað verður um efni fundarins hér á vef SA að fundi loknum.

Annar frummælenda er Karim Dahou, framkvæmdastjóri skrifstofu fjárfestinga og atvinnulífs hjá Efnahags- og framfarastofnuninni - OECD. Hann mun gera grein fyrir stefnumörkun OECD á þessu sviði, hvernig henni hefur verið beitt og hvaða árangri hún hefur skilað í aðildarríkjum OECD.

Þá mun Frank Barry, prófessor í alþjóðaviðskiptum við Trinity háskólann í Dublin, segja frá reynslu Íra en hann hefur skrifað fjölda greina um beina erlenda fjárfestingu á Írlandi.

Í kjölfar erinda frummælenda mun fjölbreyttur hópur fólks ræða um efnið um efnið út frá stöðu Íslands, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA; Friðrik Már Baldursson, prófessor; Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi og Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri SI.

Fundarstjóri er Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.