Beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar

Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins áttu í morgun fund fund með ráðherrum í ríkisstjórninni vegna stöðu kjaraviðræðna. Samkomulag varð á fundinum um að ríkisstjórnin myndi á morgun setja fram skriflegar tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali við mbl.is eftir fundinn að farið hefði verið yfir öll þau mál sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu rætt við stjórnvöld síðustu daga og vikur. Annar fundur væri boðaður á morgun og þá kæmi í ljós hvað ríkisstjórnin væri tilbúin til að gera til að greiða fyrir kjarasamningum. Vilhjálmur vildi ekki ræða efnislega um einstök atriði fyrr en ljóst væri hvað ríkisstjórnin ætli að gera.

Tengt efni:

Þolinmæði aðila vinnumarkaðarins á þrotum - fundur með ríkisstjórn á morgun

Boltinn er hjá stjórnvöldum