Bankaráð Landsbankans jafnar hlut kynjanna

Bankaráð Landsbankans samþykkti á fundi sínum 17. febrúar 2010, tillögu þess efnis að fyrirtækið skuli tryggja fyrir árslok 2013 að hlutur hvors kyns verði ekki undir 40% í forystusveit bankans og dótturfélaga hans. Með því hefur bankinn sett sér sömu markmið og sett voru í samstarfssamningi samtaka í atvinnulífinu frá maí 2009. Sá samningur er að auki undirritaður af fulltrúum stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi.

Á næstu vikum og misserum munu SA, Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands, Creditinfo og Leiðtoga-Auður hvetja fyrirtæki og eigendur þeirra til auka að fjölbreytni í forustusveit sinni. Fyrstu fyrirtækin til að skrifa undir samstarfssamning um aukna fjölbreytni voru Edda útgáfa og Mannvit á ráðstefnunni Virkjum karla og konur sem fram fór þann 10. febrúar en auk Landsbankans hafa Saltkaup skrifað undir samninginn.

Samkvæmt úttekt Creditinfo voru 4.321 fyrirtæki á Íslandi með blandaðar stjórnir karla og kvenna og jafnt kynjahlutfall í byrjun febrúar 2010 en markmiðið er að fjölga þeim enn frekar.

Stjórnendur og eigendur fyrirtækja sem eru áhugasamir um að bætast í hóp fyrirmyndarfyrirtækja á Íslandi eru hvattir til að hafa samband við aðstandendur samstarfssamningsins. Tengiliður hjá SA er Hörður Vilberg (hordur@sa.is).

Sjá nánar á vef Landsbankans

Nánar upplýsingar um Virkjum karla og konur