Ávinningur af fjölbreytni á vinnumarkaði

Kanadíska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið, Háskóla Íslands - Stofnun stjórnsýslufræða, Alþýðusamband Íslands, Alþjóðahúsið og Samtök atvinnulífsins, býður til opins málþings um reynslu og ávinning kanadískra fyrirtækja af því að hafa fjölbreytni starfsmanna í fyrirrúmi - miðvikudaginn 12. mars. Erindi flytja Yasmin Meralli, aðstoðarforstöðumaður hjá elsta og stærsta banka Kanada, Bank of Montreal   og Cindy Chan forstjóri Info Spec Systems en það er hugbúnaðarfyrirtæki sem hún stofnaði sjálf og hefur náð góðum árangri í Bandaríkjunum, Kanada og Asíu.

Auk þeirra flytja ávörp sendiherra Kanada á Íslandi Anna Blauveldt, Svali Björgvinsson Kaupþingi, Tatiana K. Dimitrova leikskólastjóri og Ólafur Ólafsson, AstraZeneca. Lokaorð flytur Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.

Málþinginu stýrir Tatjana Latinovic, stjórnandi í þróunardeild Össsurar hf.

Málþingið fer fram á Háskólatorgi, neðri hæð, stofu 104, miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 15.15 - 17.00. Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef HÍ.

Smellið hér til að skrá þátttöku

Markmiðið málþingsins er að greina hvernig fyrirtæki og stofnanir geti notið ávinnings af því að vera með fjölbreytt starfsfólk. Fjölbreytni sem er sýnileg eða ósýnleg og getur verið vegna kyns, aldurs, kynþáttar, fötlunar, persónu eða vinnulags.

Nánari dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara má nálgast hér