Ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Ríkissjóður gæti hagnast af því að afnema tekjutengingu bóta vegna launa eldri borgara og öryrkja. Ástæðan eru auknar skatttekjur sem þessir einstaklingar myndu greiða í ríkissjóð. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem ber heitið Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja. Í skýrslunni kemur fram að mjög mikil framleiðniaukning hefur orðið í verslun á undanförnum árum og skortur sé á starfsmönnum í greininni. Meðal úrlausnarefna gæti verið að afnema tekjutengingu á bætur eftirlaunaþega og öryrkja og hvetja þá þannig til að koma í auknum mæli til starfa í verslun.

Skýrslan var unnin í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Samtök atvinnulífsins eru meðal þeirra sem styrktu gerð skýrslunnar. 

Skýrsluna má nálgast í heild á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar (PDF)