Ávarp forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins

Íslenska þjóðarbúið gengur nú í gegnum tímabundna erfiðleika sem allir þurfa að taka höndum saman um að leysa. Við megum þó ekki einblína um of á vandamálin því að við búum við góð lífskjör, undirstöður samfélagsins eru traustar og orðstír okkar góður. Þessu gera allir sér grein fyrir sem á annað borð setja sig inn í íslensk málefni. Við eigum afar verðmætar auðlindir sem verða sífellt eftirsóknarverðari. Þessar staðreyndir munu í senn hjálpa okkur út úr því umróti sem við erum nú í og búa vel í haginn fyrir framtíðina. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í lokaorðum ávarps sem hann flutti á aðalfundi SA 18. apríl í Hafnarhúsinu.  

Geir H. Haarde, forsætisráðherra á aðalfundi SA 

Sjá nánar:

Ræða Geirs H. Haarde á vef forsætisráðuneytis