Auknar álögur á fyrirtæki

Til að tryggja atvinnuleysistryggingasjóði fé verða álögur á fyrirtæki auknar á næstunni, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu RÚV. Það skerði getu þeirra til að hækka laun.

Í frétt RÚV 4. júní segir:

Atvinnuleysi hefur aukist hratt hér á landi síðustu mánuðina og mælist nú rúmlega 9%. Vinnumálastofnun greiddi rúma tvo milljarða króna í atvinnuleysisbætur síðastliðinn þriðjudag, til um 17.500 einstaklinga. Vegna þess hversu mikið atvinnuleysið er, gengur nú hratt á fjármuni sjóðsins, og fyrirsjáanlegt er að hann tæmist á síðustu mánuðum ársins. Þetta þýðir þó ekki að hætt verði að greiða atvinnuleysisbætur, heldur þarf að tryggja sjóðnum fjármagn. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki í vafa um hvaðan þeir fjármuni eigi að koma.

"Það blasir við að hann hefur verið fjármagnaður í gegnum alla sína sögu með gjaldtöku af fyrirtækjum í landinu og við reiknum með því fastlega að iðgjaldið til atvinnuleysistryggingasjóðs muni þurfa að hækka."

Sjá nánar:

Hlusta á frétt RÚV 4. júní