Efnahagsmál - 

20. mars 2003

Aukin útgjöld gætu hækkað tryggingagjald

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukin útgjöld gætu hækkað tryggingagjald

Túlkun félagsmálaráðuneytisins á fæðingarorlofslögunum kemur Samtökum atvinnulífsins mjög á óvart en ráðuneytið telur að Fæðingarorlofssjóður eigi að greiða orlofslaun. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Hrafnhildi Stefánsdóttur, yfirlögfræðing SA. Hrafnhildur bendir á að þessi túlkun kalli á aukin útgjöld sjóðsins sem aftur hljóti að leiða til hækkunar á tryggingagjaldi sem atvinnurekendur greiði. "Orlofslögin hafa aldrei verið túlkuð með þessum hætti og við höfum ekki tekið undir þessa túlkun," segir Hrafnhildur.

Túlkun félagsmálaráðuneytisins á fæðingarorlofslögunum kemur Samtökum atvinnulífsins mjög á óvart en ráðuneytið telur að Fæðingarorlofssjóður eigi að greiða orlofslaun. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Hrafnhildi Stefánsdóttur, yfirlögfræðing SA. Hrafnhildur bendir á að þessi túlkun kalli á aukin útgjöld sjóðsins sem aftur hljóti að leiða til hækkunar á tryggingagjaldi sem atvinnurekendur greiði. "Orlofslögin hafa aldrei verið túlkuð með þessum hætti og við höfum ekki tekið undir þessa túlkun," segir Hrafnhildur.

Ekkert samráð
Hún segir ekkert samráð hafa verið haft við Samtök atvinnulífsins um þetta mál. Þetta sé stórt mál sem nauðsynlegt sé að skoða vel í heild sinni. "Áður en lögin voru sett höfðu Samtök atvinnulífsins og ASÍ með sér samstarf um þetta mál og lögðu fram sameiginlega skýrslu sem send var stjórnvöldum. Þar var m.a. reiknaður út kostnaður við breytt fyrirkomulag og aldrei gert ráð fyrir að orlof yrði greitt ofan á fæðingarorlof." Hrafnhildur segir að til marks um þennan skilning væri einnig samningur ríkisins um orlofsgreiðslur við opinbera starfsmenn.

Hækkun tryggingagjalds?
Hrafnhildur segir að ef þessi túlkun félagsmálaráðuneytisins eigi að gilda feli það í sér veruleg útgjöld fyrir Fæðingarorlofssjóð. Sjóðurinn sé fjármagnaður með tryggingagjaldi og aukin útgjöld kalli beint á skattahækkun á atvinnulífið.

Félagsmálaráðherra hefur bent á að opinberir starfsmenn í fæðingarorlofi fái greidd orlofslaun. Hrafnhildur segir að opinberir starfsmenn fái orlofslaun greidd frá sínum vinnuveitanda en ekki frá Fæðingarorlofssjóði. Þeir hafi átt þann rétt samkvæmt lögum áður en fæðingarorlofslögin voru sett. Það hafi því ekkert með sjóðinn að gera.


 

Samtök atvinnulífsins